Nýir snjallmælar taka við!
Snjallmælarnir mæla orkunotkun (rafmagn og heitt vatn) með reglulegu millibili og senda upplýsingarnar sjálfkrafa til Veitna. Mælarnir geta einnig greint bilanir og ástand kerfisins.
Snjallmælarnir mæla orkunotkun (rafmagn og heitt vatn) með reglulegu millibili og senda upplýsingarnar sjálfkrafa til Veitna. Mælarnir geta einnig greint bilanir og ástand kerfisins.
Ferlið í hnotskurn
Við gerum þér viðvart með bæklingi og tölvupósti þegar að kemur að mælaskiptum í þínu hverfi.
Við sendum þér upplýsingar um úthlutaðan tíma sem þú samþykkir með því að smella á hlekk eða með því að fara á mínar síður á veitur.is. Ef þú býrð í fjölbýli þarftu ekki að gera neitt.
Fulltrúar okkar heimsækja þig og skipta um mælinn. Mælaskiptin taka u.þ.b. 30 mínútur.
Nýir tímar, ný tækni
Hér sérðu hvernig heimsóknin gengur fyrir sig. Við stöldrum stutt við svo þú þarft ekki að bjóða okkur í kaffi.